- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
254

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Jolavísa.

Senn st)’ttist nú húmið og haustnóttin löng
Og hækkar á loftinu sólin —

En hvi skyldi ég vera að syngja ykkur söng
Sem sjálf hafið kvæðin um jólin?

IJið vitið, eg á ekkert andríkis flug
()g er ekki á kórsöngva laginn.

Og lagið sem ómar mér efst upp í lnig
Á illa við hátíða-braginn.

Hver almennings gleðifrétt eru mín jól,

Sem ákveða ei tíminn né höfin.

Hver mannlcynsins Ijósrönd mín langdegis sól,

Eins ljúf er mér vaggan og gröfin

Svo rétt mér út hátíðar-hugann þinn fjær,

Og hjartað eins langt, i ið skemsta,

Sem lS’ður þinn byggir, sem landið þitt nær,
Sem ljóð þitt er kveðið ið fremsta.

■ *v

Og barnið í jötunni, Messias minn
Er manngöfgið það sem við höfum.

Og englarnir minir er hópurinn hinn
Með hörpurnar, mannval i gröfum.

Og sá sem að glatast til heljar, er liann
Sem harðýðgin þjáir og beygir,

Sem á hvorki málstað né árnaðarmann,

Sem átroðning líður og þegir.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0260.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free