- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
259

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Meðan ljóðið lék við Pál

— Létt að söng og æsku —,
Öllum fanst in fylta skál
Flóa af Drottins gæzku.

Daprari mun dagsins sól
Daginn þann mér reynast
Sem eg veit, á vorsins hól
Vantar Steingrím seinast

III.

Ei um hina yngri menn
Er svo glögt til sjónar.

Vængjum sumra eru ei enn
Allar fjaðrir grónar.

Þorsteinn situr efst og inst
Efalaust hjá snilli,

Þar til lífsins ljóðhvörf hinzt
Lengja bilið milli.

Varið ykkur, lygar lands,

Lífgið í fornum glæðum!

Ykkur stendur háski af hans
hljóðbærustu kvæðum.

Ljóðum hinna líka af
Lengjast vonir minar —

Vorið engu einu gaf
Allar raddir sinar.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0265.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free