- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
262

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Áður »svmból« sáum við —

*/

Samt í ykkar veri

Lifa menn óneytt — Afsakið! —

Altaf á bræddu sméri?

Stend eg á önd við ítrekað
íhugunar-strikið.

Er í vanda og vafa, að
Voga út á prikið.

Yðar tunglskins-ljóð við lofl
Lyfta runn’ og þústum.

En mér finst glámskygnt æði oft
Inn’ í klaustra rústum.

Hjátrú Sáls varð sann-spá nóg
Samúels rödd úr haugi.

Hrafninn eins við Edgar Pó’

Orti rétt — af draugi.

En^verði tíð og útsýn ill
Og inni-byrgis vetur:

Semur okkur, ef til vill,

Einhvern tíma betur.

Sízt eg kýs af ljóða-lýð
Lofinu ræna snjalla —

Fjöldyruð og veggjavið
Valhöll rúmar alla.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0268.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free