- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
270

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Jafningjarnir.

Sama stétt og sama vinna,

Sama stríðið, sömu kjör,

Sömu afrek eins og hinna
Erfiðandi bræðra minna.

Líf oss setti á sömu skör —
Dauðinn eins, er endar fjör.

Vittu þó að það er lýgi

— Þó um eilífð hana drýgi
Allir menn og engill hver—:
»Gröf að alla geri jafna.

Gróði, frægð og titlar hnigi
Þegar komið þangað er.

Því má hossa fyrir mér,

Bæði þeir sem sálmum safna
Gáfumenn og heimsku her.

Komdu út í kirkjugarðinn,

Þh -sem vilt frá villu snúa,

Veizt ei hverju á að trúa.

A hvers mold er minnisvarðinn?
Seintækt herfang hruns og fúa,
Þar sem minning véstall ver.

Við skulum ei um þetta þinga,
Þarna er annar glegri kvarðinn:
Seg mér, ef þú sjálfur vonar,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0276.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free