- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
271

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Vika-karl, að verða grafinn
Nálægt kistu konungssonar?
Útaf-dauður yfir hafinn
Allan múrvegg mannvirðinga —

Sama stétt og sömu kjör!

Hef’ þó aldrei ykkar hylli.
Eitthvert staðfest djúp er milli
Mín og ykkar. — Grenslumst gjör:
Hvort að samhygð svona spilli
Þjóðernið til þykkju vakið.

Þá vist stæði skens og deila
Millum okkar hálfa og lieila
Daga og kanske kveldin með.

En það hefir aldrei skeð.

Því er ekki þessi veila
Ætternið né tungutakið —

Það get eg af þessu séð.

Eða þá mitt eigið geð,

Versta syndin, vesalmenskan,

Valdi þessu? Getur skeð,

Fyrst að það er ekki enskan.
Aldrei hef eg hausa klofið,

Heitast við né griðin rofið,

Sögur um það erft og lært
Upp á mig sem hef ei fært —
Heiinsku gæfi ei haus í veð.

Hef’ þó aldrei aftur snúið
Eða fyrstur undan flúið

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0277.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free