- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
272

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Öðrum þar sem reyndist fært.
Sloppið vel við last og lofið. —

Liklegastur er til gæfu
Sá sem getur, lielst með hæfu,

Sig af meðalmensku stært.

Þetta mál sé þannig ofið
Held eg vera vitnisbært.

Sama stríð og sömu kjör!

Er þá þessi agnar-munur
Ekkert nema tómur grunur?

Ó jú, karl! Eg kann mín svör,
Þau eru ei langar lærdóms-runur.
Ljóðin ykkar kvæði eg ekki,

Bók sem unið þið ei þekki
Né þekkja vil — eg er svo gjör.
Fæ og ekki af því dregið:
Ofur-sjaldan get eg hlegið
Fús, við ykkar fyndni og’ hrekki.
Þwííí er ykkar vitund vör:

Við að eigum aldrei saman
Andans-nautn né hugar-gaman —

Bönd hafa örlög um mig dregið,
Reyrt mig svona á báða bekki.

Sama stríð og sama vinna —
Sömu lokin — Efalaust.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0278.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free