- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
274

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Og til að flytja af fullkomnustu list

Inn tylsta sannleik, verður það að }7kja —

»Þeir lj úga«, er svar þitt, »svei, mig við þeim hryllir!«
Nei satt þau tjá, en varast alt sem spillir.

Til dæmis, ef þau lýsa lindi-liól
Er laufin sölna á hausti, sem við vitum,

Þau draga upp skóg við skýjalausa sól
Og skreyttan öllum friðarboga litum —

Og þenna sannleik eykur ára-fjöldinn
Og yndið þitt við sólskinið á kvöldin.

En þau um laufin sneiða hinu hjá

— Sem hver þó veit, en öllum þætti særing —:
Þau séu bara bleik og rauð og grá
Og beri lit af hitasótt og tæring.

Og öllum finst það skáldið segja sannast,

Sem sjaldnast gat við andstæðurnar kannast.

En þína bón eg gjarnan gera vil,

Og get það lika — fáist stund og tími.

Eg er ei skáld — þar skal nú meira til,

En skrifa stutta blaðagrein í rími —

Eg sannað get það, góða, alla vega,

En glegst með þvi að yrka hverskynslega.

Þó einhver hafi meira sagt um mig,

Það ineinlaust er og ekkert við því liggur.

Og maður brosir hýrt og hneigir sig,

Og hugsar sitt og viljugt lofið þiggur.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0280.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free