- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
277

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Sytra, er út við skúr sér skvettir
Skjótt, eða farvegs-gróin á.

Þið farið burt, en eg verð ettir
Ósk sú mér við hug er feld:
Ykkar vegir verði sléttir!

— Viljug fram á æfikveld
Þó þið eltið, blett af bletti,
Brigði-vona haugaeld!

1892

Skuggsýni.

Þið segið, að eg kveði lííið ljótt
()g leiti ekki að gulli heldur skarni
Að eilifð min sé eilif, kolsvört nótt
()g æfin villa á slóðarlausu hjarni.

Þið segið það — Og svo er flónið spurt
Hvort sælla var ei trú-blindingsins hjarta,

Sem forðum daga dreymdi myrkrin burt
í dúrnum langa, og þekti ei eldinn bjarta.

En hver er heill, að hugsa ið dimma bjart?
Það hamlar kveiking ljóssins sem menn þyrftu.
Mér virðist sælla að vita myrkrið svart.

Það vekur hjá mér löngun eftir birtu.

Ef trúir þú, að sár þitt sé ei sár,

Það seint mun gróa en brýzt út stærra og verra.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0283.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free