- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
286

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Með vonir og langanir, vakað og dreymt,

Með vafa og ætlanir, munað og gleymt.

Og enn er hún, grein sú, af grann-lyngi smæst
í grastó á um-næðings fjöllum,

A víðferli muna af hríslunum hæst
í hugmynda skógunum öllum —

Úr lautinni hennar er lengst upp að sól
En laufgræn þó var hún í byl eftir jól.

— Á fornstöðvum okkar er sviplegt, að sögn,
Tóm sandgröf er þar framm’ í dölum.

Þar ráða nú öræfum auðn og hún þögn,

En útrýmt er heiðló og smölum.

Og, langt er nú síðan í sandorpið kot
Á sumardag fyrsta skalí erindis-þrot.

En eigir þú, sendari, leið um það land

Og lifandi á grafarbann sinum

Þar verjist enn lyng-tægjur lífshættu-sand’,

Þeim ljóðstöfum skilaðu mínum.

Þó deyjafMli gróður þeir gæði ei með lið
Á grjótið samt bergmál sem hrekkur þó við:

Við rjúfum ei eyðingar álaga-dóm
Sem uppi erum nú til að vinna,

Vor hugur og elja er tuga-brot tóm
í tví-skildings árs-vöxtu að tfnna.

En fram liður að þvi, við aldanna þörf

Ei árs-gróðann — metur hver lif sitt og störf.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0292.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free