- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
301

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

»Alt sem eg lief’ grætt og gert
Geymt er upp á landi —

Nú er ekkert uppboðs vert
Eftir í þessu strandi.«

IV.

Ferðahugur er þér úr,

Orðinn heimafeginn —

Segist ekki i útúrdúr
Ætla hinumegin.

Til i gletni gazt, að nú
Gerist vant að hyggja,

Hvort i feigðar-fjöru þú
Fáir kyr að liggja.

Eitt er tákn, sem telur þú
Til sem bera kynni:

Afturgöngu í andatrú,
Eftirhermu þinni.

Sagðir: Ef það undrar þig,
Eða finst það skrítið,

Bjóddu and-stygð ögn í mig —
En ekki nema lítið.«

En ég vil ekkert andabúr
Eiga að gjöf, né kaupa —
Hæna til mín eilífð úr
Alla skollans laupa.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0307.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free