- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
302

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Efa-sýkin mögur má
Morra við þann fjanda,
í hverjum bauk að hlusta á
Hásan sagnar-anda.

Ohemjandi anda skrök
Ekki kæri mig um.

Mér er nógu vönd í vök
Vörn mót kvikra lygum.

Er ei minni hjátrú höpp
Hún svo standi á nálum,

Þó að borðs og bekkjar löpp
Brölti á dauðum sálum.

Afarmennin okkar hér
Afstyrmt hefir körin.

Vofum þeirra virðist mér
Versni aftur-förin.

Það er ekkert lyga-last
Ltðnum draug til rýrðar.
Allar vofur uppgefast
Eðlilega skýrðar.

Eina leið þeim öllum fer,
Engin stoðar dylgja —

Þessi óláns þáttur er
Þeirra ættar-fylgja.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0308.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free