- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
304

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Mikilleik hans mettir hátt,

En mátt sem kynni að skeika,
Eins og þú við þrautir átt
Þekti á örðugleika.

Fullkom-leikinn legðist að
Lífs og vaxtar snauður.

Einkis vant, og úti er það —
Algerður og dauður.

Heilsaðir bróður-hug, sem krept
Hindrun gat ef mætir,

Þegar von er veðurtept,

Viljinn barning sætir.

Formanns-lundin leyfði ei þér
Lækkun gamals vana,

Né láta annan eigna sér
Alla skilmálana.

ÞiU mér ómar auðheyrt svar
Yílr flæddum borðum,

Þegar uppsett eins manns far
Att í hinztu skorðum:

»Nú var ei við æfistrand
Utar hægt að beita.

En liér hefir aldrei orpist sand’
Út-taugaðri fleyta.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0310.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free