- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / II. 1869-1907 /
17

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

í höfn.

Austanfoka fréttarík,

Fljúgðu, eg á þig skora,
Moldum Björns frá Breiðuvík
Berðu kornu vora!

Þennan dag, ef svipur sér
Svanna flokkinn ljósa,
wRöðuls milli og meiða« sér,
Mun hann lengstan kjósa.

1873

Við verkalok.

Er sólskins hlíðar sveipast aftan-skugga
Um sumarkvöld,

Og máninn hengir hátt í greinar trjánna
Sinn hálfa skjöld.

Er kveldkul andsvalt aftur kæla tekur
Mitt enni sveitt,

Og eftir dagsverk friðnum nætur fagnar
Hvert fjörmagn þreytt.

Er út’ á grundum hringja bjöllur hjarða
Nú hljótt, svo glögt,

Og kveld-ljóð fugls í skógnum einstakt ómar
Og angur-klökt,

Stephan G. Stepliansson: Andvökur. 2

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:11 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/2/0021.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free