- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / II. 1869-1907 /
18

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Og golan virðist tæpta á hálfri hending
Er liæst ’ún hvín,

Og hlátur barna, er leika sér við lækinn,
15erst ljúft til mín.

En eins og tunglskins blettir akrar blika
Við blárri grnnd,

Og ljósgrá móða leitin bakkafyllir
Og lægð og sund,

Og neðst í austri gyltar stjörnur glitra
í gegnum skóg:
í5á sit eg úti undir húsa-gafli
í aftan-ró.

Því hjarta mitt er fult af hvíld og fögnuð’,
Af frið’ mín sál.

Þá finst mér að eins yndi, blíða, fegurð
Sé alheims mál.

Að allir lilutir biðji bænum minum
Og blessi mig.

Við nætur gæzku-hjartað jörð og himinn
Að hvíli sig.

En þegar hinzt er allur dagur úti
Og uppgerð skil,

Og hvað sem kaupið veröld kann að virða
Sem vann eg til:
í slíkri ró eg kysi mér að kveða
Eins klökkan brag,

Og rétta heimi að siðstu sáttar-hendi
Um sólarlag.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:11 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/2/0022.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free