- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / II. 1869-1907 /
20

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Helgispell.

Og |>ar hafði ’ann slaðið í þrjú hundruð ár
Og þolað öll aldanna veður
Við húsdyrnar framan, svo fagur og liár
Og faðmandi greinarnar meður,

Inn þrúð-laufgi meiður — Sem trjá-dísin trú
Sinn traustasta mög hel’ði valið,

Að lialda þar vörð kringum hæ þann og bú,

Sem bjargráðum hennar var falið.

Og sá var ei uppi sem ungan hann sá,

Og enginn sem frá kunni greina
Hve langt væri síðan að frækorni frá
Hann fetti upp toppinn sinn beina.

Eins langt og menn spurðu, hann stóð þarna stór
Með sterklega bolinn, og krýndist
Af vorgróðans laufkrans, sem vel honum fór
Og vefjast um heimkynnið sýndist.

Og ætt eftir ættir, þann yngsta sem lá
Við arin hans í barnsvöggu skjóli,

Hann þroskaðan, örvasa og útborinn sá
Á örskreiðu tímanna hjóli.

Hann snemmfeldi laufblöð af hríslunum liám,

Sem liríðum i aflraun að bjóða.

Kom fyrstur með boðskap á blöðkunum smám
Um bládögg og sólviðrið góða.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:11 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/2/0024.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free