- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / II. 1869-1907 /
29

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

í dögun þess bíður, í dagsljósið þyrst
Hver dals-flöt, að sólskinið klæði þig fvrst,

()g les það á brún þína, blikunni úr,

Hvort búi í veðrinu hríð eða skúr.

En veðurnæmt fjall, |)ú um aldur samt ert
í einstæðings tign þinni rifið og bert.

Og björgin þín hörðu og hjarn þitt og fönn
Smá-heflar in þolvirka breytinga-tönn,

Svo kraft þinn að lokum og efnin þín öll
Pú ósjálfrátt leggur í framtíðar völl.

Að frón þetta verði þá, finst mér þó satt,

Ur fjallsj’n míns tíma of marandi llatt!

En þjóðin in fróðari og far-sælli þá
Með föðurlands augunum lítur það á,

Og gleðst við að hnjúkarnir hjöðnuðu á braut
í hagsæld i gróandi tíðar skaut.

Og fjall, er það sorglegt að síga o’n í fold
Og samvaxa framtiðar lífsgróður mold?

1893

Sléttu-eldurinn.

Grund o’n að lágri lofts nið’r úr rjáfri
Hanga nú reyk-sótug haustnætur sk\r,
Att hver er afgirt, útsýnis haf byrgt
Brennu-mökks gljáandi eir-múrum í.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:11 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/2/0033.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free