- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / II. 1869-1907 /
31

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Greni-skógurinn.

Þar sem öllum öðrum trjám
Of-lágt þótti að gróa
Undir skugga-holtum hám,
Hnept við sorta-ílóa
Spraztu háa, gilda grön,
Grænust allra skóga.

Þér hefir víst á vetrum þrátt
Verið kalt á fótum:

Svell við stál-hart, sterkt og blátt
Stappa votum rótum,

Berja frost úr fagur-lims
Fingri og liðamótum.

Varð þér ekki vndis-snautt
Útsýnið? — við holtin
Ginið fúa-fensins autt,
Forar-gleypan soltin.

Yfir brekkan graslaus, grett
Gulan tevgði út skoltinn.

Samt þú vóxt og varðst svo hár
Viðir laufi klæddir

— Sem þó vóru ofan á
Undir-hleðslum fæddir —
Teygja sig þinn topp að sjá,
Teinar veður-mæddir.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:11 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/2/0035.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free