- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / II. 1869-1907 /
51

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Stórt’elt er starf

Víðlendi á þvíliku vinna sem þarf.

Við hriða-plóg spennir ’ann hrossin sín grá:
Pau hamfara útrænu og landnorðanvind,

Að erja upp fannekrur sínar og sá
Frá Semblu að Kákasus-tind.

Ljúf-dvala lauk

Mínum við ærslin hans, upp er hann rauk.
Hann hurð mína gnúði og glugganum hjá
Hann grenjaði, brauzt um við þilveggi ranns,
Hann þekjunni stappaði og stiklaði á
Og sté þar sinn Haddingja-dans.

Stökk svo af stað

Þeysandi í lofti með lam-veðrið það —

Og moldhríðin rauk upp um rúðunnar gler,

Og röndin í kringum varð gljáandi svell.

En plóg-torfan — fannskaflinn þykkur og þver
Og þungur—við húsgaílinn féll.

Lágnættið leið

Stormsins við öskur og stórviðra reið.

Og rúmlatur myrkleiti morguninn varð
Og moldhríðin buldi og fal honum sjón.

Og hádegið leið svo hann lægði ekki garð
En loksins var slotað um nón.

Dagsetrið dró

Alstirndan himin sinn upp yíir snjó.

Nein skepna á ferli og falin hver slóð,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:11 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/2/0055.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free