- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / II. 1869-1907 /
59

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Ef það er satt! Þá veit eg víst
Þú væna og káta stúlkan mín,

Að minn í rökkrum reikar sí/t
l’m rakan garð, liann leitar þín
()g svífur með þér, mæta drós,

Hvern morgun út í vor og Ijós.

Því enn mig grípur grunsemd sú
Sem glapti lengi höfuð mitt,

Að vorið kæra værir þú,

Það valið hefði gervið þitt,

Að fýsa skáld að flytja óð
’Og fá því efni i söng og ljóð.

Pví fanst mér ekki eg finna og sjá
í fagur-jörpu hári á þér,

Það skin af vorsins gulli gljá
XJm grein sem maí-skógsins er
Þá árdags-laufin lifna á kvist,

Sem losna út um hádag fyrst.

Og svipur yfir ennið hátt

— Svo æskuslétt og frítt og breitl —

Af dagsbrún langri i austur-átt
Þá alt er loftið milt og heitt.

Hún árdags lit og Ijóma ber
En ljósið bak við skærra er.

<)g augun dökk við dimma brá

- Svo djúp og skær og morgun-glöð —
Þau sýndust öllu Ijós sitt ljá.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:11 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/2/0063.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free