- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / II. 1869-1907 /
65

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Þar viti og mannúð vel sé
í viðgangs-leysis kró!

En eg sleit höft og helsi,

Og hrepti rúm og frelsi
Sem vorið. — Hæ og hó!

1896

Lækurinn.

í nótt gegnum svefninn eg suðuna heyrði
í svellandi smálæk í brattskóga-gili
í gær hann svo stiltur og straum-lítill seyrði,

En stórfljót hann er nú með foss og með liyli.
Hann svæfði mig áður með sætróma niðnum,

Nú svifti ’ann mig blund’ með strauma-kliðnum.

Mig klæði sem fljótast, mig fýsir að sjá ’ann,
Minn forn-vinur gamall og nágranni er ’ann.
Hann læddist svo feiminn um farveg sinn lágan
En flæðir nú langt upp í gilsbakkann þveran
Og hryður sér slóð yfir sléttuna lága,

Og slakkana málar hann silfrin-gljáa.

Hann hækkar, sem vilji hann fells-skarðið fylla
Og fauskunum rótgrónu treystist að varpa,

— Þeir kveða hans áform að eyða og spilla
Og ólgandi hvessi því röddina snarpa —

Hann brunar úr stíílum með hlakkandi liljóðin,
Og hæðirnar titra við stoltu ljóðin.

Stephan G. Stepliansson: Andvökur. 5

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:11 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/2/0069.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free