- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / II. 1869-1907 /
70

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Nú þroskast korn í karga-hyl
Og kot á broti er reist —
í landnám fyrsta frumbýlings
Sú Forná hefir breyst.

Nú flokkast hjörð á flúðum þar
Sem fiskur áður svam,

Og bundið tjóðri stendur stóð
Þar strengir ruddust fram,

Við stallinn þar sem fossinn féll
Legst fénaðurinn kyr,

Og börnin tína ber af runn’

Þar byltist iðan fyr.

Er alt að skrælna í eldsmatinn
Til efsta dóms? Eg spur!

Og varð svo þessi gamla gjöll
Sem »gúdtemplari« þur?

Nei, hún hefir nýja lagt á leið
Um lönd sem útflutt þjóð.

Þó sýna bakkar, aur og urð
Hvað upp hún gróf og lilóð.

III.

En bær í óbygð! Æfi er gat
Á einverunni tórt!

Sko, kóng, sem á ei höll né hirð
En hefir ríki stórt,

Sem hefir eignast áræði
Og erindi svo brýnt:

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:11 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/2/0074.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free