- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / II. 1869-1907 /
77

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Með sömu skoðun á sigri og frægð,
Með sömu boðun um skort og nægð.
Með tök að þola og tápið jafnt,

Að tína mola en stækka samt.

Og kletta hjó hún og sló af slóð,

Og sléttu gróf hún sem fyrir stóð.

— En mannheim yngir ei strit og stjá!
Því stórþjóð kyngir en svelgist á.

1897

I bátnum.

I.

Eg vinina fáa en viðfeldna á,

Þau vötnin bláu hér norður frá
Sem glitra og gljá,

Sem tindrandi augu í andlit sett
Sem án þeirra væri ljótt og grett.

Mér virðist að skógurinn skynji það þó,

Að skemtun sé ótæp að dálitlum sjó
I roki og ró.

Hann grunar samt vart, að inn víðfaðmi sjór
Sé veraldar-fegurðin nógu stór.

A höfðunum lágu hann tyllist á tá,

Og tifandi smáöldu starir svo á,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:11 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/2/0081.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free