- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / II. 1869-1907 /
85

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Áin.

Kg lagði ungur ást á þig,

Mín áin, héraðs-prýði!

()g enn til ljóða laðar mig
Þín lvgna og straumur þíði.

Þó sveitar-stíg þú styttir minst
Og stundum snúir frá mér:

Eg gæti um eilífð, að mér finst,
Þvi eirt að búa hjá þér!

Þín vagga er þar sem gljúfur gín
Hjá grettum jökul-hausum.

Eg þekki efstu upptök þin
í afdal ræktaiiausum.

Þar oft á sól og sumri er þurð
Og söngur aldrei vakinn
Þú lærðir gang i leir og urð,

Og leikfang þitt var klakinn.

Þú söngst þig framgjörn út og inn
Um eyðivegu tóma.

In eina rödd var rómur þinn
I ríki fentra hljóma.

Þú ranst af fjalli, fleygðir þér
I foss af hengistöllum.

Og nafn sitt af þvi bygðin ber
Og ból i dalnum öllum.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:11 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/2/0089.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free