- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / II. 1869-1907 /
88

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Sem skifta kant um svip og söng
rér sjálfri lík þó hreytist.

En allra sízt, þú átt við mig

— Þó alt sé gljátt og skafið —

Er vetur heíir hellað þig
í hálasvell og vafið.

Eg hló er sá þig hrökkva af stað
Með hrannir jaka-brota —

En hvernig vissir þú um það,

Að þá var skamt til blota?

Og loks er hafðir losað þig,

Þú lagðist söm og áður

Svo tær og hrein í liroðinn stig

Sem heiðblár silkiþráður —

Sem hugsun stór og sterk og frjáls,
Sem styrkir mig og gleður
En br}Tzt i rofum ríms og máls
Og röngum stuðlum hleður.

Eg læknum ann, en ei sem þér
Þó alfær sé og tærri.

Eg veit hans söngur indæll er
Hann á þó raddir færri.

Hann kveður sætt við bakka-blóm
Sem blöskra hljóðin snörpu,

En kemst ei upp í öllum róm
Með einum streng á hörpu.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:11 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/2/0092.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free