- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / II. 1869-1907 /
112

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

II.

Eins dvcl cg hjá lýð manns nieð Ijóðin mín öll

— Er lizt þau ei snjöll eða fögur —

Sem Norna-Gestur í Hildinga höll
Með hörpuna, kvæðin og sögur.

Frá lijáliðnu tímunum geymi eg gull

Sem gersemum nútíðar dýrra

Var talið — En ungum finst ástæða full,

Að ágætast muni ið nýrra.

En inér virðist hvorttveggja gersemi góð
Og gagnlík að dýrmæti sínu,

Og hirði það meðan að láta mér Ijóð
Og logar á kertinu mínu.

1895

Hjaðninga-víg.

I.

Er fyrst tók að morgna af mannöld í heim,
Þeir mættust við árdegis glæður
Og gengust að fremstir í fylkingum tveim
Sem fjandmenn — en vóru þó bræður.

Það vóru þeir Högni og Héðinn, sem öll
Var hamingja lagin og prýði —

Þeir felt liöfðu varga og viðsjáleg tröll
Og vóru jafn-snjallir í striði.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:11 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/2/0116.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free