- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / II. 1869-1907 /
113

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

En stórláta Hildi, sem Högna var gií’t,

Nam Héðinn á brottu og flýði —

Þeir hittust og börðust um Niflunga nift
í nauðugu, þrotlausu striði.

í nálægð á daginn sat Hildur á hól
Og horfði á kappana falla,

Og strádrepna veltast er víðir fal sól,
í valköstum l)lóðuga alla.

í dögun er ljósgeislar lýstu o’n í dal
Sem lituðu tjallstinda rauða,

Þá óð hún sem náttförul vofa yíir val
Og vakti upp náina dauða.

Sú orustan drápvæg ei dvínar um öld,

Né dagur og nótt meðan lifir.

Þeir berjast um daga og deyja um kvöld
Unz drífa þá heims-slitin yíir.

II.

í mannheimum framsókn og fastheldni svo
Sér fylkir að Hjaðninga-vígum,

Og ósjálfrátt bróðir þar bróður sinn vo —
Svo berjumst við allir og hnígum.

Of ótrygg og friðstola framsóknin er
Með fastheldni að sitja og geyma.

Með skuldalið bandvant og fé hennar fer
I fjarlæga, ónumda heima.

Slephan G. Stephansson: Andvökur. S

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:11 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/2/0117.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free