- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / II. 1869-1907 /
116

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Með köflum varð fólk þar svo fárlega trylt
Að fylkingum heilum í gjána var bylt,

En tilel’nið oftast nær ásælni var —

Hver aftaka nefnd var, að týna sér þar
A gönuleið sjálfskapar-glapa.

— En hver sem að vistráðinn varð hjá þeim lýð,
Varð viljugur, nauðugur, fyr eða síð,

Að staulast af Ætternis-stapa.

Og margt var í sveit þeirra masað og þvætt,

En mest af því öllu var bölvað og þrætt
Um fjarlægan, grunaðan getspekis-heim
í glúfrunum niðri sem biði eftir þeim,

Því ofan var hárvíst að hrapa —

Og einn þóttist heyra þar indælis söng
En annar kvað stunur og kvala-hljóð löng
Sér óma undan Ætternis-stapa.

En agndofa settust þar sumir í þraut
Með samlagðar hendur í bænræktar-skaut,

Og svo spáði véfréttin syndugum ills,

En sjáendum biðjandi gekk hún til vils.

— Hún spilaði ei til þess að tapa —

En hvort sern þeir hugsuðu hátt eða grunt,

Þeir hlífðu sér ílestir eins lengi og var unt
Við stökkinu af Ætternis-stapa.

— En sjálfsagt er fólk þetta Iiðið og leitt
Og landið þess nú orðið breytt eða eytt,

Því öldruð er sagan! og sanna það má

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:11 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/2/0120.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free