- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / II. 1869-1907 /
123

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

II.

Þaklausa skálanum skautaði lýsingin,
Skuggaleg var þó og óvistleg hýsingin:

Grettir i íletinu fallinn og örendur,

Fimm lágu andvana spellviga gjörendur.
Kurluðu búkarnir bærðust og titruðu,
Blóðpollar storknir á gólíinu sitruðu,

Lágu sem hráviði hrunið i drífunum
Hrækasir skornar og leifar af hlifunum.

Þorbjörn um skáladyr lágar út létti sér,
Leiddi út Illuga fangaðan ettir sér,

Hraustasta drenginn í tápsflokki tvítugra,
Tvígildi sérhverra miðlunga þrítugra.

Utlægan frænda sinn aðstoða vildi liann,
Aleinn i sektina bróðurnum fylgdi hann —
Hagsmun á sjálfhlífnis verðlagsskrá valdi ekki
Viljinn hans ungi og kostnaðinn taldi ekki.

Næturlangt varðist liann varglyndu fjöndunum
Vörnin sú krappa var torleyst af höndunum:
Hjó frá sér brandinum bitrum og skífandi
Bróðurins herðum með skildinum hlífandi.
Háði við ofurlið orustu stríðustu
Andartök Grettis að verja til siðustu.

Varð ekki særður né sóttur með skjómanum,
Sigraður loksins i skjaldborgar drómanum.

Grettir var hniginn og unninn og andaður,
Akaíi sjálfs hans á liðsmun var strandaður.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:11 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/2/0127.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free