- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / II. 1869-1907 /
187

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Og hugurinn vængjaði sérhverja þrá,

En liðu í geiminn þau veraldar völd
Sem vóru svo hindrandi, öfug og köld
Þá sigraði andinn og orðið.

En þó sat ’ann hugsi og góndi o’n í gólf,

Er Guðsríkis dómstólar veittust þeim tólf

— Um Júdas liann ugði þó ekki —

Hann velti því um, hvort að aðstoðun manns
Sé embættisvonin við sálarbót hans.

Hann þekti það ögn, en var efins um sig
í öldungaráðinu — Vissi þau stig
Sem tylla á svo tvísýna bekki.

Pó hreif ’ann sá boðskapur blíður og frjáls,

Sem bygði öll guðsríki í veru manns sjálfs.

— Já, þar kom það! Þar lá það nærri!

Hann greip það, ef lífinu alt gengur að,

Að unaðarsælt verði manninum það

I góðviljans löngun að eiga sér yl
Og almennings gullöld sem hvergi er til —

Að lifa öllum lögvenjum hærri.

Að burt ætti að þokast hverl þræls-venju starf —
Og þá myndi bróðernið taka sinn arf:

Alt lifandi jarðríki að lokum.

Að enn ætti að rætast sú alsvikna von :

Að ættar-rækt heimti hvern glataðan son.

Að hnignun og eyðing sé harðúðar gjöld
En hógværðin loks fái alræðis völd
Og kasti öllum kreddum og okum.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:11 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/2/0191.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free