- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / II. 1869-1907 /
188

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

II.

I öldungaráðinu lagði hann lið

Þeim launkofa meistara — En hafði ekki við,

Þeir krossfestu ’ann eftir sem áður.

Hann fann þó að andi þess umbóta-manns
Stóð uppi, hver stórþrá og takmörkun hans,

Að þær myndu skapast og skiftast um völd
Sem skuggar og sólskin í komandi öld,

Sem óspunninn örlaga þráður.

— Hann sagði ekki af sér — og var það nú von ?
Svo vel-látinn maður og höfðingia son
Og úrval í öldungaráði —

En hann gekk í líkfylgd, sem hinn eða þú,

Er hafin og enduð var krossgangan sú,

Til merkis um virðing’ og vinsemdar yl,

Og vogaði að leggja þá smyrslin sín til,

Svo útförin öll væri að ráði.

í öldungaráðinu enn er hann kyr,

Hann annast um greftranir, rétt eins og fyr,

Hann leggur til líkfylgdir valdar —

Og hann er oss skyldastur, eins og hann er.

III.

í einrúmi og musteri heilsum við þér,

Við könnumst við ætternið, öpum þín spor,

Þú andlegi faðir og jafningi vor!

Þú niðji okkar nítjándu aldar.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:11 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/2/0192.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free