- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / II. 1869-1907 /
261

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Að vofu er illspá æpa skal
Að Englands her frá Búans val.

Nú kveð eg ei um afrek dýr!
En Englands fjandskap, morð og rán.
Því atför hver er klækur nýr,
Og hver einn sigur aukin smán -
Eg syng við Englands ólánsmenn !
En ekki þá sem vilja bezt.
Er heimska tóm að trúa enn,
Að til þeir sé, fyrst enginn sést?
Já, heida-villum hættum í
Hví hímir sólin bak vid ský?

Ó, Bretland, trúðu ei tál það á:
Þú takir svona heimsins lönd,
Með eldi og sverði er sigri spá -
Nei, sverðið sker öll hjartabönd.
Í heimsvald þitt þú heggur seint
Upp hugi lýða — frá því snú -
Því það var fyr til þrautar reynt,
En þar eru daprar rústir nú.
Ef þvílíkt veldi vexti nær,
Á vizku og bróður-hug það grær.

Þér sverðið færir sorg og smán,
Þín saga verður illa ræmd,
Það svíkur af þér liðið lán,
Það lýgur af þér forna sæmd -
Því bölvun lands og heims er her,
Sú höfðatala fægð og steypt!

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:11 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/2/0265.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free