- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / III. 1895-1909 /
15

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Like | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)


II.


Bæjarbragurinn.Og eimvélin hægði sitt hlöktandi skrið
                og hringjandi spjó hún og hvein;
Svo hægt, sem hún skriði yfir ótraustan ís,
                hún ókst fram á þráðbeinum tein,
Er rann hún að borginni — raglega fór,
                því rándýrt er mannslífið þar,
Og gripsverðið margfalt — að aka því á
                ei alstaðar löghelgað var.
Hjá stöðinni lagðist hún másandi móð,
                sem mist hefði dragkraft og þol,
En hjartaslög gufunnar heyrðust þó enn
                í hrafnsvörtum, gljáandi bol.
Og slangrandi farþegar klemdust í kös
                að komast út þar sem var skemst;
Því jafnvel til matborðsins allmörgum er
                það ánægja að rífa sig fremst.

Með félaga einum ég vék mér þann veg,
                sem var okkur greiðfærast að. —
Að berast með fjöldanum aldrei mér er
                svo ant um, ef ræð ég við það!
Hann fælist ei þrengslin, en firrist það alt,
                sem finst honum óljóst og húmt,


<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Fri May 10 20:13:54 2019 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
http://runeberg.org/andvokur/3/0019.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free