- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / III. 1895-1909 /
16

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Like | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

En ljósþrengslum geðfeldra myrkrið er mér,
                ef myrkrið er einungis rúmt.
Hver húsaröð þéttist, líkt standbergi steypt,
                en strætið sem hamragil breitt.
Úr opnaðri jörðunni upp spruttu menn
                með andlitin moldug og sveitt.
»Alt samlandar þínir«, kvað sveitungi minn;
                »jafn sauðþægir, löghlýðnir menn
Að vinna okkar námur, er vænlegast fólk,
                sem við höfum náð hingað enn.«
»Ég trúi því naumast. Þeir ólust« kvað eg
                »þó upp yfir jörð þessir menn!
Þeir þola ekki að kviksetjast, klóra sig upp
                úr kreppunni og skurðunum senn.«
Þó »landinn« sé gæfur og hlaupi ekki hátt,
                hjá hættunum getur hann sneitt.
Og rólega eðlið hans úr honum dró
                að umbylta jörðinni neitt.

Þó borgin sé reisugleg, kviklát og kát,
                þar kenni eg þó leiðindum á. —
Eg skil það nú loks, hví þeim leið aldrei vel,
                sem lentu fyr álfunum hjá.
Þó byggju við allsnægtir, ástir og glaum,
                þeim aldrei varð glatt fyrir því:
Sig kristna þeir héldu, en heiðið þeim fanst
                alt huldufólk björgunum í.
Mig bagar það álíkt, að örfáir menn
                sér eigna hér bústað og jörð;

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Fri May 10 20:13:54 2019 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
http://runeberg.org/andvokur/3/0020.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free