- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / III. 1895-1909 /
18

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Like | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

— Við hversdagsstörf uni ég áhyggjulaus,
                mér óhult það sýnist og létt,
Og kem svo ti] dyranna, Dauði, til þín
                í daglegu fötunum rétt.


*


III.


Ragnheiður litla.En hvað sem um það er — í þessari ferð
                ég þekti og fyrst hana sá,
Sem ljóð þetta er við kent; það nafn ber það nú,
                sem nefndi’ hana móðirin þá.
Sem englarnir föllnu hún annað nafn fékk
                hjá innlendum, varðar ei hvað,
Því Ragnheiður litla er óðfagurt orð
                og íslenzkt, svo kýs ég mér það.

Sem vormorguns sólskin um hélaða hæð
                var hár hennar ljósbjart og slétt;
Og staðviðra loftið sinn bláföla blæ
                á barnsaugun þau hafði sett.
Það var eins og litur sá lægi ekki djúpt,
                en ljómaði fastur og glær.
Þó útlitið breyttist, þá hélt maður helzt
                þau héldu sér, auðþekt og skær.
Og mér eins og útplöntuð lilja hún leizt
                með lausa og veiklaða rót,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Fri May 10 20:13:54 2019 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
http://runeberg.org/andvokur/3/0022.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free