- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / III. 1895-1909 /
19

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Og svo ef að vindurinn velti’ henni í leir,
                hún velktist og yrði þá ljót.
Þó áhyggja djúp hefði ekkert mark sett
                á ennið það, drifhvítt og breitt,
Úr brosinu eitthvað mér sýndist þó samt
                og svip hennar fölnað og eytt,
Sem komist hún hefði yfir ellinnar ár —
                hún átján þó naumlega var —;
Sem alt hennar líf gengi andhælis fram
                og æska’ hennar byrjaði þar.
Að vegstinum fullorðin, lagleg og ljúf
                og léttstíg og ítur og há,
En skapið og hjartað og hugurinn var
                tæpt hálfþroska búið að ná.

Ég skildi ekki í því — Ég þekti ekki þá,
                hve þungt hennar bernskustríð var
Frá tólfvetra-aldrinum; enn get ei skýrt
                frá öllu, er sál hennar bar,
Er nauðugur faðirinn fylgdi’ henni í vist —
                sú fórnin þó djúpt honum sveið;
En umkomuleysið og útlenzkan smáð
                varð atvinnubann hans og neyð.

Hve sárt henni leiddist og langaði heim,
                er lýsing, sem orð ekki ná,
Með framandi tungu, sem enginn réð í,
                og ókunna fólkinu hjá —
Það var sem að skolast af skipbroti einn
                að skjóllausri, ókunnri strönd.


<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:19 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/3/0023.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free