- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / III. 1895-1909 /
23

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Og þá sat hún hnípin og óglöð, því ei
                hún ættingjum framar var lið;
Til hvers var það líf, þegar hvergi var »ball«
                og kyrkjan ei þurfti’ hennar við?
Svo úr því til bæjarins aftur hún fór,
                þar ei var svo fjörlaust og þurt,
Á sveitinni hálfleið — og hálfleið var sveit
                á henni, er hún fór þaðan burt.
Og nýkomna þaðan var það sem að fyrst
                eg þekti’ hana og daglega sá. —
Ég mætti’ henni eitt skifti eftir það samt,
                en ár vóru mörg liðin frá.


*



V.


Utan úr óbygðum.



Svo ágæt var tíðin það indæla haust
                sem árgæzkan stjórn hefði náð,
En desember-hretið kom sviplega samt.
                — Í september var því nú spáð!
Við göngunni léttum mjög lúnir það kvöld
                og leituðum skógarins hlés
Og tíndum upp kurlið og kyntum vorn eld,
                því kaldranalega hann blés.
Og jörðin var gaddfrosin, sængin var svöl,
                en samt vóru’ ei rúmstæðin þröng.
Mér sýndist hver brakandi, blaktandi eik
                sem beinagrind skinin og löng;

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:19 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/3/0027.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free