- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / III. 1895-1909 /
30

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Like | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Í einhverri sjálfheldu sál min var eins:
                ei sofið né lesið ég gat. —
Og þreytandi er andlega aldeyðan sú
                sem undir þeim lifandi grefst,
Er svifalétt ímyndun afsegir verk
                og alt fyrir huganum vefst.
En þó setti forsjónin, máttug og mild,
                þann manngrúa í viðlíka horf,
Sem naumlega gefur hún uppeldið ilt
                í ágjöf að rista sitt torf. —
Í drykkjusal niðri var hlátur og hróp.
                Ég hljóðlega gekk í þá átt,
Sem líklegast helzt til að hrista mig upp
                að horfa á, hver léki svo dátt.

Og Írinn minn var það sem hófið þar hélt,
                var hávær og orðinn við skál;
Hann fullyrti, að skjóta og skaðberja menn
                í skemtunum líf væri og sál;
Að gert hefði Davið tóm geigskot hjá sér
                og gauð verið Samson að slást —
Og víst hefði’ hann mönnum í óhófi eytt,
                fyrst enginn við sig þyrði fást.
Samt leizt nú vist flestum hann linur í sókn,
                hver lagsmaður að honum hló,
Því sjóninni hafði’ hann og ganginum gleymt
                — sem gagnlegt kvað víkingum þó.
Menn liðu hann, af því hann veitti svo vel
                og veitingamaðurinn sá,


<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Fri May 10 20:13:54 2019 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
http://runeberg.org/andvokur/3/0034.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free