- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / III. 1895-1909 /
41

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Eg hefði ekki klerkinn frá kaupmanni þekt,
                ef »kjóllinn« ei leiðbeindi mér;
Af bragðvísri hagfræði blendingur var
                og bókviti hugsun hans hver. —
Eg settist hjá honum, við tókum svo tal,
                og tíminn rann liðugar þá,
Því hvenær sem fundumst, hann fagnaði mér
                sem feginn mig yrði’ hann að sjá.

Þó skemtun mér væri að viðræðu hans,
                þess varist ei altént eg gat
Að finna, að hver sköruleg hugsjón var heft,
                að hálfkrept öll viðkvæmnin sat;
Að alt var sem gufa, með guðfræðisþef
                af góðmeti ársins sem leið,
Frá háborði andans, tóm yfirlitsrit
                í útþynning — leifar og sneið.

Við fundum — þó sjaldan við sættumst á eitt
                og samræðan oft væri stíf —
Að við höfðum þó orðið samferða samt
                um samtímans stefnur og líf.
— Og hugðnæmur andi þinn ósjálfrátt dregst
                að umræðu samferða-manns,
Sem fæðingarsveit þína ferðaðist um,
                þó frábreytt sé lýsingin hans.
Við hlógum og ræddum svo leiknir og létt
                um lífið, um alt nema — trú:
Það læddist fram smámsaman hóglát og hljóð
                í huga minn ályktun sú:

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:19 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/3/0045.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free