- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / III. 1895-1909 /
51

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Það andlega svefnmók um síðir ég sleit.
                Til sængur um miðnætti gekk.
Í rúm með mér óboðin Andvakan sté,
                svo augunum lokað ei fékk.
Í herbergi næsta — að þiljan var þunn
                og þrönghýst, ei vöruðu sig —
Þeim hjónunum varð ekki værara en mér,
                þau vöktu og töluðu um mig.

Það leit út sem prestskonan hefði í það hnýst,
                hvort heiðarlegt orð færi af mér;
Í dylgjum hann gegndi, sem glæpanöfn ljót
                að géta um hann veigraði sér;
Í dómnum hans milda um eðlið mitt alt
                var óknytta getsökum lætt,
Í sérhverri afsökun ásökun var
                sem eitri í kaleikinn bætt.
En hún fann oft agnhnúa á ályktun hans —
                hann espaði hótfyndni sú.
Það var sem hún hikandi hlýddi á það alt
                með hálfvolgri, efandi trú,
Því sambúðin hafði það kannske’ henni kent
                i kyrþey, en stöðugt og jafnt:
Að prestvígslulaust verða mennirnir menn,
                að menn eru prestarnir samt.

— Og fyrir svo veglynda vantrú ég gat
                með vináttu hönd hennar kyst,
Ef hefðum ei einlægnis innileik við
                með ólgunni úr blóðinu mist. —

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:19 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/3/0055.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free