- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / III. 1895-1909 /
55

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Við sneiðum hjá frægðinni flest, ef að hún
                er fullkeypt — eg skil mína þjóð.
En hjá okkur konum er kjarklausast þó
                ið kúldaða íslenzka blóð.
Þó gestunum tökum við glaðlega mót
                og gjöfular séum við þá,
Hver einasta hugsjón er húsmóðurlaus,
                sem hjúkrun né þjónustu ei á.
Og lífsreynslan svæfir vort siðferðisþrek
                og sundrar því, lið fyrir lið.
En hver sem að fellur, en þorir ei þó,
                er þróttlaus að reisa sig við.«


*



XVIII.


„Svo fyrirdæmi ég þig ekki heldur.“



Og það var nú frá liðin tveggja ára tíð,
                af tilburðum sárlítið geymt;
Og Ragnheiðar ævi og endalok var
                nú öllum, sem veðráttan, gleymt, —
Í þorpinu sama, og samfylgdarlaus,
                eitt sumarkvöld staddur ég var.
— Ég glögt mundi húsin og göturnar enn,
                en gleymt hafði mönnunum þar.
Mér hugkvæmdist — eflaust af óþreyju samt,
                þó að því ei stór væru brögð —

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:19 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/3/0059.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free