- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / III. 1895-1909 /
70

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

En bauga sló Völundur — byr undir væng,
í baðstofu-kulda og ekkjumanns-sæng.

Því þráin hans skildi það: Alvitri eiga
Að engum var dælt nema Völundi fleyga!

Því hvað mega fætur i veðrum á vorin
Með vængjunum fylgjast, þó greið séu sporin?

En þungt var til aðdrátta, áreynslan hörð
Við einyrkjuskapinn og fátæka jörð:

Að mölva og bræða sér góðmálm úr grjótum,

Að gullkornum leita í sandbleytu-íljótum,

Á daginn við ólokin erindi stríða
En andvöku-nóttunum verja til smíða.

Og alt sjrndist hálfverk þeim hótfyndna smið —
Þó hringarnir fjölguðu, bætti hann við.

Hann átti á seilinni sjöliundruð ba uga
Við síðasta hringinn skein gleðin úr auga,

Því armæðu-dagarnir hjá vóru hlaupnir,

Hann hafði á endanum lokið við Draupni.

Á armlegg manns dreginn sem hóf mann, sem hug,
Um himin og undirdjúp tók mann á llug.

Sem eiganda bar hverja níundu nóttu
Þá niðja, sem dýrir og jafn-göfgir þóltu.

Því svo var hann gerður af gæfusmið högum,

Úr gulli því eina, sem frjótt er í söguin.

Og þegar á bandið sitt Draupni hann dró,

Að dagsverki loknu, þá kvað ’ann og hló:

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/3/0074.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free