- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / III. 1895-1909 /
71

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

»Nú lauk cg við grip þann sem hafði i huga!
Þann hring, sem að dugir til auðs og til fiuga.

()g þar fann eg samleið um sólheiðið færa
Með svanavæng þínum, þú Alvitur kæra«.

»Og mér er nú sama uin meiðsli og rán,

Þó meinviljinn ræni mig, á ég mitt lán!

Því aldrei kann Draupnis hann Niðuður njóta,

Og nú má hann fjötra og leggina hrjóta.

Og hann situr eftir við upphafning mína,

Með erfiðið mitt, en með skömmina sína«.

»í sjöhundruð haugana lagði eg lisl
En lífinu kom í þann síðasta fyrst.

Þvi leikfang varð Hnituður, glæsing og gaman,

Ur glundroðans litbrigðum sléttkræktur saman.

En liver sem á Draupni fa*r háfleygi af honum,
Og hugsanir vaxnar og nýjar í vonum«.

»Eg sló í hann alt sem eg hugsaði hátt,

Ur hjartanu bæring og æðanna slátt.

Og fyrir það ljómar af listinni hlýrra,

Og lýsigull hans er þvi kostugra og skirra —

Og þau eru ei hálfverð ’ans hundruð á þræði,

Þvi hann varð að skáldskap, cn þau urðu kvæði«.

1907

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/3/0075.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free