- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / III. 1895-1909 /
78

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Öll lög slóðu á Friðþjófi — Leizt mér ei á það!
Af líkunum réð hvernig dómurinn félli —
í geðsmuni hans var nú sígið, eg sá það
A svipnum og því, að ’ann hækkaði á velli.

Hann gengdi: »Þau sakvætti sannleikann bera!

En svo litla athugun verð eg að gera«.

»Eg fæst ekki um lögmálið, læt það nú vera.

Eg lasta ei viðaukann Krists, ef hann á við —

En undir það málefnin min hér að bera
Er misbeiting rangfærðra laga — Þið sjáið:

Við kvalræði sjálfs míns þó krosslegði hendur,

Er kristnihald i þvi, sé náunginn brendur?«

»Eg drep á því svona: Ef sé eg í voða
Er saklaus í fúlmennis greip og i böndum,

Er alsj7knt að láta liann óhindrað troða
A als-bjargarleysi og blaka ekki höndum?

— Já þið færið boðorð og lögmál í letur!

En lífið er ílókið og kostina setur«.

»Hann Vilhallur dómari — vitni ykkar, þarna —
Með vaglið á auganu og blánefið klesta,

Komst við hjá mér. Satt er það ! sízt skal þess varna
Að sakleysing hengdi ’ann mér tókst þá að fresta,
Hann tafðist að krækja svo líkum að lögum,

Að lífláta mann eftir grun-ýkjusögum«.

»Á Bölverki ármanni sér það með sanni,

Að svolitið aðhald hann fékk til að þegja.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/3/0082.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free