- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / III. 1895-1909 /
82

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Hann fann til, sem allir, er íhaldi mest
Gegn eðli og grun sínum vinna.

Þeir virða sem fórnir sinn blóra og brest
A blótstalli dygðanna sinna.

Þvi vönduðum dreng getur dulist, hvor leið
Sé dygð sinni færust til enda,

Ef sannfýsi og trúlund við embættis-eið
A öfugu göturnar benda.

Því íheldni vönduð er úrkostablind,

Sem aldrei má fyrir þvi trúa,

Að fremja þá hugprúðu sálgæzlu-synd:

Af sannleiks-ást heit sína að rjúfa.

Þó sannindi einföld í samhengi máls
Sé sýnd, á hún ráð það sem styður,

En það er: að verja sig viti sín sjálfs
Og vægðarlaust hrópa það niður.

III.

Og bugaður sat liann nieð ellinnar ok,
Sá öreign, og rústirnar feldar —

Og það verða ömurleg erindislok
Þá austrið er skýjað og kveldar.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/3/0086.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free