- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / III. 1895-1909 /
91

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

II.

En nú er hann genginn, sá gaddlevsu vetur
Með gæfviðra ólyfjan — því fer nú betur!
í fagnaðarerindum viðleitni og vona
Er vorið í nánd, eins og hjúkrunarkona.

Hver nývöknuð gróðrarþrá sýnir það svona.

Og vatnsskúrin hvíta, með voðir að baki
Af vorskýjum flakandi, spyr: Hvort eg vaki!
Og sjái sér árdegi í auganu skína?

Og úti við slær liún mér kveðjuna sína
Með regndropa-fingrum á rúðuna mína.

1908

„Jehova var ekki i vindinum“.

Hér ríður nú Alfaðir veraldar-vegi
A vindinum uppi á grænskóga-teigi,

Og Sleipnir slær greinarnar háu frá hnjánum
Og hrýtur um laufin svo þýtur í trjánum.

Af rjúkandi faxinu regnstraumar boga,

Svo rauðhitna skeifur, að eldingar loga.

Og sólin, sem glampar í gustbólstra síum
Er gullhjálmur Oðins, sem veður í skýjum.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/3/0095.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free