- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / III. 1895-1909 /
119

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

En viðsjá skein úr lipurð, tign og lotning
Með leikbros uppgert beið þar kaldráð drotning.

Að liáttum kongs síns gaf hún gætur hygnar
Sem göngu peðs, er taílbrögð kæn að sverfa.

— Æ, hvílík önn! sá valt-stóll valds og tignar
Sem vöggu-sveinninn hennar skvldi erfa.

Hún átti hvorki ástalif né trygða,

Kn ættarvernd var kjarninn hennar dvgða.

()g blævís eins og birna fyrir húni
Svo blíð og glöð og tíguleg þar stóð hún.

Og varnargarð að einvalds-eignar túni
Um erfða rétt með kvenlist sinni hlóð hún.
rví það kom stanz á hjörtu — ef ekki huga —
í hennar nánd til ókvæðanna að duga.

IV.

En stjórnarherra hárra kirkjumála
Brauzt hirðleið nú að fúsu konungs eyra.

Hjá guði og kongi gekk hann jafnt á mála,

Pví giltu lika lillögur hans meira.

1 tveimur heimum bæði á eldi og anda
Hann átti ráð, og vó til beggja handa.

En kongi fanst sem biskupstungan brendi,

Sem bliðmæli hans öfugt við sig félli,

Og legið gæti i hringnum á ’ans hendi
Sú höggormstönn, er lyíjaði sér elli,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/3/0123.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free