- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / III. 1895-1909 /
123

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Og dæi fanginn, ein var yfirstigin
Sú ættarhætta, er vofði altof nærri —

Og seinna, er kannske kanzlarinn var hniginn,
Varð konungserfðin skyldugri við færri —

Að halda ríki í rétt-tilbornri hendi
Var réttvísinnar fvrirlag og endi.

— Hún sendi kóngi úrlausn alls }>ess vanda
í augnaráði, gleggra máli á vörum.

Það sagði ljósort: Láttu dóminn standa!

Og leystu sjálfs þín höfuð svo úr snörum —
En hann sat óviss hvar á mætti taka,

Við hana, sig og kanzlarann að slaka.

Unz bænheyrsluna beztan veg og gengan
Hann basli þessu og kröggum fangans sá i.

Þvi bæði í því að liengja og ekki hengja ’ann
Slapp hann þar sjálfur mest-jafngóður frá þvi.

— I kongs-eyðuna nafnið sitt hann setti
Og samþykt skjalið kanzlaranum rétti.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/3/0127.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free