- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / III. 1895-1909 /
127

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

()g hásætinu skilar enduð öld

Til erfingjans ineð nýju bróðurmorði.

Kn óstjórn sú er feig og fellur bráðum
Sem fylgir skuggi af grimd og Loka-ráðum«.

»En sannast er um upphlaupsmanninn þann:
Að erfðum syndum tók hann við sem hinir.
Þeir eru bræður, biskupinn og hann
Og bastarðar, og kongsins föðursynir.

En keisarinn með liði sínu og löndum,

\Tarð leiksoppur í þessum bræðra höndum«.

»Pvi hann er óskabarn þess hjónabands
Sem blindar spinna konungs-erfða nornir
En þeir, að sönnu svnir föður hans
Og sinnar móður, en ei konungbornir.

Og landráð er að láta það ásannast
Sem lögerfðirnar banna við að kannast«.

»Einn riddarinn vann rangeið hjónabands
I ríkisþörf, til vörzlu konga-sögum,

Og kanzlarinn ber herranafnið hans
Sem honum gekk i föðurstað að lögum —
Fíann svstur á — en er ei hennar bróðir,

Hún á hans föðurnafn, en sína móðir«.

»En bróður átti’ hann, samma^ðrung við sig,
IJau systkyn óskyld feldu hugi saman
Og viltust á þann æfintýra stig,

Þar ástin verður dýpri en hirðfólks gaman

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/3/0131.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free