- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / III. 1895-1909 /
206

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Með þögulan söknuðinn augunum í,

En alúð við gest sinn í missinum stranga.

— Já það gerir minst þó í móðu og reit
Að máðar og sandorpnar grafirnar standi,
Því feður þeir ráða og synir í sveit
Þá sigur er fenginn og vor er í landi.

1909

Bariö í brest.

Lygi er það — Engan höfum rekið
Ut úr vorum kirkju-félagsskap!

Stefnu okkar skorti það á þrekið.

— Það var líka í samvizkurnar gap
Höfum bara af borðinu hans tekið
Bitann okkar. Við áttum það snap!

Höfum ekki fært neinn klerk úr kjólnum,
Hvestum bara lúterskuna í stólnum!

Var ei sjálfsagt, sameiningar oddum
Sann-trúnaðinn vorn að næla inn?

Smeygðum kranzi af kristnum þyrni-broddum

— Kærleiks merki — í prestastólinn þinn.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/3/0210.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free