- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
22

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Og því skal ei víla, né inna því að,

Sem ungt hefir farist og týnst, eður bognað.

Kg einsamall veit það, en aðrir sjá það,

Sem af hefir komist, og þroskast og tognað.

Við úrkiptan vöxt þó að beisk yrði bið,

Og bölvísin hældist um, trúr fanst eg vera,

Því vonirnar uku þá álnunum við
Og óskirnar föðmum -—- og munu það gera.

Þið stóðuð oft, trén mín, í tuttugu ár
Á tæpustu þrömum hjá kuldum og eldi,

Svo viðgangur ykkar varð afkasta-smár,

Og afkoman hæpin, þó tóran sér héldi.

— Við stuttleik minn bar eg, hvað þróuöust þið,

— Þó það færi stundum sem kingt væri tári,
Því mér finst það eigi, sem vel er mér við,

Að vaxa’ yfir höfuð mitt — næstum á ári.

En nú liverfur einmaninn inn í þau skjól.

Af ykkur hann lærir í kveldskuggans-hljóði,

Að lifa’ upp í ylinn af al-bjartri sól
Og anda í kringum sig vorblíðu-ljóði.

— Þó niðri sé rökkur, og rekjan um alt,

Þau raða um sólskinið toppunum sínum.

Og eg léti engu það aftanskin falt

Né ár-roða dagsins á lundunum mínum.

1910

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0028.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free